Kísilverksmiðjur á Bakka munu gera mikið fyrir NA-land og fyrirtækið hefur þegar gengið frá raforkusamningi við Landsvirkjun með fyrirvörum. Nú er röðin komin að Helguvík. Þar er gríðarlega góð aðstaða til uppbyggingar og tækifæri til að byggja upp atvinnustarfsemi. „Ég hef sagt að ekkert mun stranda á mínu borði í þeim efnum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar, sem nú stendur yfir.

Hún ítrekaði upprunalegt hlutverk Landsvirkjunar sem væri að stuðla að auknum fjárfestingum í orkufrekri starfsemi innanlands.

Á fundinum sagði Ragnheiður Elín einnig að hún tæki undir orð forstjóra Landsvirkjunar að almenn víðtæk sátt þyrfti að nást um sæstreng, bæði á þingi og í samfélaginu. Hún sagðist vilja ná fram umræðu og kalla fram ólík sjónarmið.