Dennis Rodman, fyrrverandi NBA-leikmaður, hefur fengið á sig töluverða gagnrýni fyrir samskipti sín við Kim Jong Un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Hann er þessa dagana staddur í Norður-Kóreu með nokkrum fyrrverandi leikmönnum úr NBA deildinni.

Í samtali við  CNN stöðina sagði Rodman að það væri frábært fyrir „allan heiminn“ að hann skyldi heimsækja Kim Jong-un á afmælinu hans. Afmælisveislan er á morgun og munu NBA leikmennirnir spila við norður-kóreska leikmenn í tilefni þess.