Rogue One: A Star Wars Story þénaði 71 milljón dollara eða sem nemur rúmum 8 milljörðum íslenskra króna á frumsýningardegi myndarinnar í Bandaríkjunum í gær. Þrátt fyrir glæsilega aðsókn er myndin þó töluvert frá því að slá aðsóknarmet Star Wars: The Force Awakens, sem kom út í fyrra en hún þénaði um 119 milljón dollara.

Að sögn Disney-fyrirtækisin, sem framleiðir Star Wars myndirnar, gera menn ráð fyrir því að Rogue One muni hala inn á bilinu 140 til 150 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina. Ef satt reynist mun það verða næst stærsta Star Wars-frumsýningarhelgin frá upphafi og ein af stærstu frumsýningum ársins.