Kristín Eysteinsdóttir var á dögunum ráðin í stað leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu. Hún tekur á mánudag í næstu viku formlega við starfinu af Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem í síðustu viku settist í stól útvarpsstjóra RÚV. Kristín hefur margt til málanna að leggja sem við kemur rekstri Borgarleikhússins.

Hugmyndir sínar listaði hún upp í umsókn sinni en umsækjendur voru beðnir um að lýsa sýn sinni um framtíðarrekstur Borgarleikhússins. Kristín vill ekki ræða um sýn sína fyrr en hún tekur við starfinu.

Kristín hefur um langt skeið unnið við leikhús með einum eða öðrum hætti. Áður en hún fór út í nám í leikhúsfræðum í kringum aldamótin hafði hún leikstýrt tveimur verkum, einu í Hafnarfjarðarleikhúsinu og öðru í Nemendaleikhúsinu. Hún hefur haft í mörgu að snúast innan veggja Borgarleikhússins síðan hún var fastráðin sem listrænn stjórnandi við Borgarleikhúsið árið 2008. Kristín vakti athygli Magnús Geirs Þórðarsonar eftir að hún hlaut Grímuna fyrir leikstjórn á leikritinu Sá ljóti. Verkið var frumsýnt í apríl árið 2008. Í Borgarleikhúsinu hefur hún leikstýrt fjölda verka sem mörg hver hafa vakið heilmikla athygli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .