Rólegt var á gjaldeyrismörkuðum í dag og hækkaði gengi krónunnar um 0,16%. Gengisvísitalan byrjaði daginn í 122,15 og endaði í 121,95. Gengi dollara hækkaði í dag gagnvart helstu myntum. Ástæðuna má rekja til talna frá New York fylki. Vísitala sem mælir viðskiptaumhverfið í fylkinu (Empire State index) hækkaði mun meira en búist var við. Gengi dollara hækkaði í kjölfarið þrátt fyrir að tölur af iðnaðarframleiðslu hafi valdið vonbrigðum segir í fréttapósti Íslandsbanka.

EUR/USD 1,2135

USDJPY 110,30

GBPUSD 1,7760

USDISK 71,95

EURISK 87,35

GBPISK 127,90

JPYISK 0,6525

Brent olía 42,15

Nasdaq -1,00%

S&P -0,60%

Dow Jones -0,65%

Gengisvísitala krónunnar lækkaði úr 122,15 í 121,95