Úrvalsvísitalan ICEX-15 hefur lækkað um 0,4% það sem af er dags, en viðskipti með hlutabréf eru fremur róleg eða 375 milljónir í 75 viðskiptum. Litlar verðbreytingar hafa átt sér stað nema að bréf Kögunar hafa hækkað um 1%, en að baki eru aðeins viðskipti upp á sex milljónir.

Mest viðskipti hafa verið með bréf FL Group eða fyrir tæpar 156 milljónir króna og hefur gengi bréfanna þokast lítillega upp. Þá nema viðskipti með bréf Straums Burðaráss nær 80 milljónum króna. Viðskipti með önnur bréf er lítil.