Aðalmarkaður Kauphallarinnar byrjaði daginn nokkuð rólega og virtist engu líkara en að hann lægi á meltunni framan af. Undir lok hans jókst velta talsvert miðað við fyrri partinn en velta var ekki mikil eða um 435 milljónir.

OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% í viðskiptum dagsins. Alls voru þrjú félög sem náðu grænum breytingum en níu félög lækkuðu. Samanlögð velta þeirra félaga sem hækkuðu í dag var rétt tæpar 19 milljónir króna, mest var hækkun Haga eða 0,79% í heilum 955 þúsund króna viðskiptum.

Mest veltan í dag var með bréf í Arion banka eða 188 milljónir. Gengi þeirra lækkaði um 0,35% í dag. Mest var lækkunin með bréf í Brim eða 2,05% í 20 milljóna viðskiptum. Reginn og Iceland er komu í kjölfarið, bæði lækkuðu um 1,31% í um 60 milljóna viðskiptum með bréf í hvoru félagi.