Öllu rólegra hefur verið á hlutabréfamarkaði nú en dagana eftir áramót. Veltan nam frá 1 og upp í tæpa 4 milljarða króna alveg frá því nýtt ár rann upp og fram í um miðja síðustu viku. Veltan nemur það sem af er degi í kringum 150 milljónum króna.

Gengi hlutabréfa Marel lækkaði í morgun um 1,31% í viðskiptum upp á tæpar 16,3 milljónir króna, gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 0,93%, Haga um 0,84% og Eimskips um 0,39%. Aðeins gengi Vodafone hefur hækkað í dag eða um 0,3%. Mesta veltan er sem fyrr með hlutabréf Icelandair Group eða upp á rétt rúmar 85 milljónir króna. Dagsvelta með hlutabréf flugrekstrarfélagsins hefur frá áramótum numið í kringum 500 milljónir og yfir milljarð.

Heldarveltan nemur eins og áður sagði í kringum 150 milljónum króna. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,79% og stendur hún í 1.139,86 stigum.