Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu aðeins 794 milljónum króna í dag. Meira en helmingur upphæðarinnar, eða 565 milljónir króna, voru viðskipti með bréf Icelandair. Þau hækkuðu einnig mest í verði, eða um 1,41%. Engin viðskipti voru hins vegar með bréf Sjóvár.

Næstmest viðskipti voru með bréf Marel, en viðskiptin námu 71 milljón króna. Marel lækkaði um 0,77% í dag. Hagar lækkuðu mest Kauphallarfélaganna, um 1,07%, og Eimskip lækkuðu í verði um 0,88%.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,07% í dag í 9,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hlutinn hækkaði um 0,10% í 500 milljón króna viðskiptum og óverðtryggði hlutinn um 0,03% í 8,8 milljarða viðskiptum.