Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,34% í dag og endaði í 1,809 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 38,04%

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Össurar, eða um 0,56% í 89,5 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga hækkaði einnig um 0,23% í aðeins 4 milljóna króna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Marel um 0,39% í 150 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir kemur Reitir fasteignafélag, en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 0,60% í viðskiptum upp á 54 milljónir króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 0,6 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 48,8 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 6,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 6,1 milljarða króna viðskiptum.