Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,23% í dag og endaði í 1,844 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 40,70%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Símans, eða um 0,29% í 27 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Marel stóð í stað í 30 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair um 0,66% í 133 milljóna króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Eikar um 1,99% í 93 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 377 milljónir króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 3,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 278 m.kr. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 3,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,9 milljarða króna viðskiptum.