3,5 milljarða velta var á viðskiptum í Kauphöllinni á fyrsta degi viðskipta eftir jól. Tæplega 650 milljóna króna viðskipti voru fyrir hlutabréf á Aðalmarkaði og um 2,9 milljarða viðskipti með skuldabréf.

Mest hækkuðu bréf Össurar og Símans en síðarnefnda fyrirtækið hækkaði um 0,56% í 93 milljóna króna viðskiptum. Mest lækkaði gengi HB Granda (1,32%), Marel (0,99%) og Icelandair (0,85%). Velta á viðskiptum með bréf Icelandair nam 164 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,64% og stóð lokagildi hennar í 1.863,51.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í litlum viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 2,4 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa stóð í stað í dag í 0,2 milljarða viðskiptum.