Úrvalsvísitala kauphallarinnar, OMXI8, hækkaði um 0,39% í dag, og heildarviðskipti á aðalmarkaði námu 878 milljónum króna.

Umfangsmest voru viðskipti með bréf Marel, sem hækkaði um 1,2%, mest allra félaga, í 221 milljón króna viðskiptum. Næst komu bréf Símans, hvers gangvirði var óbreytt þrátt fyrir 155 milljón króna viðskipti. Viðskipti með bréf annarra félaga námu undir 100 milljónum.

Arion banki lækkaði um 3,5%, en viðskipti með bréfin námu aðeins 20 milljónum króna. Næst komu Hagar með 1,6% lækkun í 53 milljón króna viðskiptum, og HB Grandi með 1,4% lækkun í 65 milljón króna viðskiptum.