Fleiri félög hækkuðu en lækkuðu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag í 2,9 milljarða króna heildarveltu.

Icelandair hækkaði mest allra félaga, um 3,76%. Iceland Seafood hækkaði um 2,04% og Hagar um 1,93%. Arion banki hækkaði auk þess um 1,92% í 380 milljón króna viðskiptum.

Mesta veltan var með bréf Kviku banka en viðskipti með bréfin námu 580 milljónum króna og hækkaði gengi bréfa félagsins um 0,78% í viðskiptum dagsins. Gengi fasteignafélagsins Reita hækkaði um 1,18% í  368 milljón króna viðskiptum. Eimskip lækkaði síðan mest allra félaga, um 0,8%. Origo lækkaði um 0,79% og Sýn um 0,78%.

Á First North lækkaði Solid Clouds um 3,64% í 108 þúsund króna viðskiptum. Flugfélagið Play lækkaði einnig, um 0,42% í 11 milljón króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 3.287,46.