Rólegt var á gjaldeyrismarkaði í dag og hækkaði gengi krónunnar um 0,08%. Enn á ný náði gengi evrunnar hámarki gagnvart dollara og fór í 1,3170. Frí er á morgun í Bandaríkjunum vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengisvísitala krónunnar byrjaði í 119,30 og endaði í 119,20. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 3,1 milljarðar ISK.

EURUSD 1,3165
USDJPY 102,85
GBPUSD 1,8805
USDISK 66,10
EURISK 87,00
GBPISK 124,25
JPYISK 0,6425
Brent olía 42,40
Nasdaq 0,50%
S&P 0,20%
Dow Jones 0,05%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.