Rólegt hefur verið yfir hlutabréfamörkuðum um allan heim það sem af er degi.

Í Kauphöllinni á Íslandi hefur úrvalsvísitalan lækkað um 0,52%, en fjögur félög hafa lækkað. HB Grandi hefur lækkað mest, eða um 3,06%. Lækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar um loðnukvóta ársins. Hlutur Íslands í ár er um 100.000 tonn, en í fyrra veiddu Íslendingar um 350 þúsund tonn. Önnur félög sem hafa lækkað eru Eik um 0,35% í 30 milljón króna veltu og Icelandair um 0,14% í 321 milljón króna veltu. Síminn er eina félagið sem hefur hækkað í viðskiptum dagsins, en bréfin í Símanum hafa hækkað um 0,56% í 17 milljón króna veltu.

Utan Íslands

Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu lítillega í viðskiptum dagsins. Nikkei 225 hækkaði um 0,9%, Hang Seng hækkaði um 1,36% og Sjanghæ hækkaði um 0,75%.

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa flestir hækkað lítillega það sem af er degi. Þegar þetta er skrifað þá standa CAC 40 og FTSE 100 í stað. DAX hefur hækkað um 0,05% og Stoxx 600 hefur lækkað um 0,19%.