Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega í 1,0 milljarðs króna velta á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Marels, eða um 280 milljónir króna, en hlutabréfaverð félagsins stóð í stað í 550 krónum á hlut.

Næst mesta veltan var með hlutabréf Alvotech sem hækkuðu um 0,3% í 277 milljóna viðskiptum. Gengi Alvotech stendur nú í 1.905 krónum.

Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði um nærri eitt prósent í 122 milljóna veltu. Gengi Icelandair stendur nú í 1,89 krónum á hlut og var síðast lægra í þann 20. janúar síðastliðinn.

Velta á íslenska skuldabréfamarkaðnum nam 3 milljörðum króna í dag. Til samanburðar var dagleg meðalvelta 8,5 milljarðar í febrúar. Það kann að vera að markaðsaðilar bíði eftir nýjum verðbólgutölum sem Hagstofan birtir í fyrramálið og nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem verður kynnt í vikunni.