*

mánudagur, 23. september 2019
Innlent 12. september 2019 17:30

Rólegur dagur í Kauphöll

Lítil viðskipti í Kauphöllunni í dag og litlar hreyfingar á verði hlutabréfa.

Ritstjórn
Hlutabréf Össurar hækkuðu mest í dag.
Haraldur Guðjónsson

Samtals nam velta á hlutabréfamarkaði Kauphallar Íslands 1,1 milljarði króna og þar af var nær þriðjungur með bréf Marel sem hækkaði um rúmt hálft prósent í dag.

Mest hækkuðu bréf Össurar eða um 1,5% í viðskiptum fyrir 15 milljónir króna. Þá hækkaði Festi um 1,2% í 75 milljón króna viðskiptum og verð Arion SDB um 0,8%. Kvika banki hækkaði mest í dag eða um 1,3% í viðskiptum fyrir 69 milljónir króna. Bréf Haga hækkuðu um 1,1% og bréf í Brim lækkuðu um 0,8%