Aðeins fjögur félög hækkuðu á rauðum degi Kauphallarinnar í dag. Heildarvelta á aðalmarkaði nam 3,8 milljörðum króna, en úrvalsvísitalan lækkaði um 0,14% og stendur nú í 3.300,07.

Mest velta var með bréf Arion, en viðskipti með bréfin námu 700 milljónir króna og lækkaði gengi félagsins um 0,8% í viðskiptum dagsins. Nokkur velta var með bréf Eimskips, um 630 milljónir og hækkaði gengi félagsins um 0,84%.

VÍS lækkaði um tæp 2% í 340 milljóna viðskiptum, mest allra á aðalmarkaði. Origo lækkaði um tæp 1,5% í 85 milljóna viðskiptum.

Á First North markaðnum hækkaði gengi Hampiðjunnar um 11,6% í 3 milljóna viðskiptum. Solid Clouds lækkaði um 3,2% í 460 þúsund króna viðskiptum. Flugfélagið Play lækkaði um 02,5% í 26 milljóna viðskiptum.