Viðskipti með bréf í Kauphöllinni námu rúmlega 609 milljónum króna í dag. Mest voru viðskipti með bréf í Högum, fyrir tæpar 156 milljónir króna. Viðskipti með bréf í N1 námu 125 milljónum og viðskipti með bréf í Sjóvá námu tæpum 115 milljónum.

Mest varð lækkunin á gengi hlutabréfa í Össuri, um 4,35%. Gengi Sjóvá lækkaði um 1,48%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29% og var 1.342,17 í lok dags.