Nokkuð rólegt var yfir viðskiptum dagsins á aðalmarkaði Kauphallar Nasdaq á Íslandi. Heildarvelta viðskipta dagsins nam einungis 893 milljónum króna og lækkaði OMXI10 úrvalsvísitala kauphallarinnar lítillega, eða um 0,09% og stendur í 1,727,07 stigum.

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Eikar hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,45% í 18 milljóna króna veltu. Fast á hæla fasteignafélagsins fylgdi tryggingafélagið TM, en bréf þess hækkuðu um 1,44% í aðeins 9 milljóna króna veltu.

Í þetta skiptið lækkuðu bréf fasteignafélagsins Reita mest, en í viðskiptum dagsins lækkaði gengi þeirra um 4,76% í 132 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi Skeljungs, eða um 3,73% í 50 milljóna króna veltu.

Sem og oft áður var mesta veltan með bréf Marels og nam hún 223 milljónum króna. N´st mest velta var svo með bréf Reita, en eins og áður segir nam veltan 132 milljónum króna.