*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 30. júní 2020 16:08

Rólegur dagur í Kauphöllinni

Heildarvelta á Aðalmarkaði nam 892 milljónum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,12%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta á Aðalmarkaði nam 892 milljónum króna og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,12%.

Brim lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,81% í 23 milljóna króna viðskiptum. VÍS lækkaði næstmest eða um 1,34% í 15 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu Hagar um 1,1% í 279 milljóna króna viðskiptum.

Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,13% í 6 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu Reitir um 1,09% í 1 milljón króna viðskiptum.