Rolling Stone tónlistartímaritið er nú farið að gefa út sérstaka útgáfu fyrir Mið-Austurlönd.  Þetta kemur fram á viðskiptavef BBC.

Allt að 60% efnis blaðsins mun koma úr bandarísku útgáfu blaðsins, en afgangurinn verður skrifaður af blaðamönnum á svæðinu.  Er ljóst að verkefnið verður útgefendum blaðsins erfitt þar sem eitt af hverjum fimm timaritum á svæðinu hafa gefið upp öndina frá því efnahagskreppan byrjaði síðla árs 2008.