Hið gamalgróna breska fyrirtæki Rolls-Royce, sem framleiðir vélar í flugvélar, skip, lestir og fleira, hefur samþykkt að borga breskum og bandarískum yfirvöldum andvirði 671 milljón punda, eða 92,4 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna mútu og spillingarmáls.

Fara 497 milljón þeirra til breskra stjórnvalda en þau hófu að rannsaka ásakanir á hendur fyrirtækinu árið 2012. Restin fara til bandarískra stjórnvalda, en að auki munu fara andvirði 26 milljón Bandaríkjadala til stjórnvalda í Brasilíu.

Sumar ásakanirnar eru allt að 10 ára gamlar, en þær innifela í sér staðbundna milliliði sem sinna dreifingu, viðgerðir og viðhaldi í löndum þar sem breska fyrirtækið er ekki sjálft með starfsemi.

Í kjölfar þess að niðurstaða fékkst um upphæð sektargreiðslunnar hafa hlutabréf félagsins hækkað um 6% í verði og hagnaðartölur fyrir árið 2016 hafa verið umfram væntingar.