Hreyflar frá breska véla- og bílaframleiðandanum Rolls Royce verða í nýjum Airbus þotum kínverska flugfélagsins Air China. Einnig verður Rolls Royce með hreyfla í Airbus vélum fyrir flugfélagið Air Ethiopia í Afríku. Samtals er talið að samningur vegna hreyflakaupanna nemi um tveimur milljörðum dollara, eða um 248 milljörðum króna, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Um 700 flugvélar með hreyfla frá Rolls Royce verða afhentar árið 2011 samkvæmt samningi sem gerður hefur verið  við fyrrnefnd flugfélög.

Samningurinn er sagður mjög mikilvægur fyrir Rolls Royce.