Véla- og bílaframleiðandinn Rolls-Royce hefur sagt upp 600 starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Uppsagnirnar einskorðast allar við þann hluta fyrirtækisins sem framleiðir varning og vélabúnað fyrir skip. BBC News greinir frá þessu.

Í heildina starfa um 6.000 einstaklingar undir þessum hluta fyrirtæksiins í 34 löndum víðs vegar um heiminn. Uppsagnirnar eiga sér stað víða, en um helmingur þeirra á starfsstöð fyrirtækisins í Noregi.

Mikael Makinen, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir áhrif lágs olíuverðs á starfsemi fyrirtækisins hafa leitt til uppsagnanna. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að hagræða í rekstrinum vegna þess.