Mataræði og hollusta virðist vera það sem Íslendingar hafa mestan áhuga á í lestri ef marka má metsölulista Rannsóknaseturs verslunarinnar. Matreiðslubókin Grillréttir Hagkaups eftir Hrefnu Sætran er mest selda bókin hér það sem af er liðnu ári. Þá vekur bókin Fimmtíu gráir skuggar athygli en hún hefur klifið listann hratt síðan hún kom út og er nú fjórða mest selda bókin, á eftir Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson.

Fimmtíu gráir skuggar kom út á íslensku í byrjun september og er mest selda bók síðustu vikna en á eftir henni fylgja tvær bækur tengdar mataræði, Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson og Stóra Disney heimilisréttabókin.