Fleiri telja Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, betur til þess fallinn að örva bandaríska hagkerfið nái hann kjöri. Fleiri telja Barack Obama þó standa framar þegar kemuir að velferðarkerfinu og persónueinkennum.

Í nýrri könnun Wall Street Journal og NBC News standa frambjóðendurnir hnífjafnir með um 47% fylgir hvor meðal líklegra kjósenda á landsvísu. Romney hefur sótt að Obama en síðla í september var hann með um 3 prósentum minna fylgi en Obama.

Í umfjöllun Wall Street Journal segir að kosningarnar hafi nú alla burði til þess að vera þæt tvísýnustu í sögu Bandaríkjanna og slá þar við keppni George G. Bush og John Kerry árið 2004.

Forsetaframbjóðendurnir tveir mætast í þriðju og síðustu sjónvarpskappræðunum í kvöld.