Mitt Romney sigraði forval Repúblíkanaflokksins í Michigan og Arizona. Sigurinn var naumur í Michigan, þar sem faðir Romney var rikisstjóri á árum áður og Romney ólst upp. Aðeins munaði þremur prósentum á honum og Rick Santorum. Sigurinn var Romeny mikilvægur.

Þegar öll atkvæði hafa verið talin fékk Romney með 41,1% atkvæða í Michigan en Santorum með 37,9%. Ron Paul var með 11,6% og Newt Gingrich með 6,5%.

Í Arizona fékk Romney með 47,3% atkvæða, Santorum með 26,6%, Gingrich með 16,2% og Paul 8,4%.

Í Michigan skiptast kjörmenn hlutfallslega en í Arizona fær sigurvegarinn þá alla.