*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 15. júní 2018 14:11

Ronaldo dæmdur fyrir skattalagabrot

Mun þurfa að greiða 18,8 milljónir evra í sekt vegna brotsins.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður í heimi, hefur náð samkomulagi um refsingu við spænsk skattyfirvöld. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á síðasta ári, lögðu spænsk skattyfirvöld fram kæru á hendur Ronaldo vegna meintra skattsvika. 

Samkomulagið felur það í sér að Ronaldo mun þurfa að greiða 18,8 milljónir evra í sekt ásamt því að að fá tveggja ára fangelsisdóm.

Það er þó ólíklegt að Ronaldo muni þurfa nokkurn tíma að dúsa í fangelsi, þar sem að spænsk lög gera ráð fyrir að fólk geti fengið skilorðsbundinn dóm við fyrsta lögbrot sitt þegar dómurinn er til tveggja ára eða skemur.

Ronaldo hefur hingað til ávalt haldið fram sakleysi sínu í þessu máli. 

Ronaldo mun vera í eldlínunni með Portúgal á HM í knattspyrnu, en fyrsti leikur Portúgala er stórleikur gegn Spánverjum. Sá leikur er á dagskrá kl. 18:00 í kvöld.