Launahæsti knattspyrnumaðurinn tímabilið 2009 til 2010 var Portúgalinn Cristiano Ronaldo með um 17 milljónir dollara í árslaun frá félagi sínu Real Madrid, eða tæplega tvo milljarða. Til viðbótar komu svo greiðslur fyrir auglýsingar og fleira.

Í grein sem birtist í The New York Times í gær kemur fram að launaumhverfið í íþróttaheiminum hafi tekið gríðarlega örum og miklum breytingum. Launakostnaður hafi hækkað mikið, í síst vegna svimandi hárra launa helstu stjarna stærstu íþróttafélaga heimsins.

Í greininni kemur fram að laun David Beckham fyrir að spila með LA Galaxy og AC Milan á árinu 2009 hafi verið um 7 milljónir dollara, eða sem nemur rúmlega 800 milljónum króna. Til viðbótar komu svo 33 milljónir dollara fyrir auglýsingar og fleira, eða tæplega fjórir milljarðar króna. Beckham var því með tæplega fimm sinnum hærri laun fyrir auglýsingar og fleira en að spila fótbolta.

Greinina í The New York Times má sjá hér.