Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Rósu Dögg Flosadóttur lögfræðing í embætti forstjóra Útlendingastofnunar tímabundið í sex mánuði, frá og með 1. júlí -31. desember 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu en embættið var laust til setningar vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta.

Fjórar umsóknir bárust um embættið en ein var dregin til baka. Aðrir umsækjendur voru Hreiðar Eiríksson lögfræðingur og Jóhann Baldursson lögfræðingur.