Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður hefur gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Kraganum svokallaða.

Í tilkynningu vegna framboðsins segir að Rósa sé stjórnmálafræðingur og hafi starfað um árabil við blaða- og fréttamennsku. Þá segir að hún hafi verið framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á árunum 2001-2006, hafi tekið sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 2006 og verið varaþingmaður frá 2007. Hún tók ekki þátt í prófkjöri vegna þeirrar uppstillingar en var sett í 7. sætið af kjörnefnd.

Rósa er 43 ára, gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn.