Rósa Guðbjartsdóttir verður í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

Prófkjör fór fram í dag og er hún með flest atkvæði í fyrsta sæti þegar búið er að telja öll atkvæðin, alls 1305 talsins. Rósa fékk 597 atkvæði í fyrsta sætið, Kristinn Andersen fékk 425 atkvæði og Unnur Lára Bryde fékk 15.

Kristinn Andersen fékk flestt atkvæði í annað sætið, Unnur Lára Bryde flest atkvæðin í þriðja sætið og Ingi Tómasson flest atkvæði í fjórða sætið.

Lokatölur úr Hafnarfirði

1. Rósa Guðbjartsdóttir með 597 atkvæði í 1. sæti
2. Kristinn Andersen með 603 atkvæði í 1. - 2. sæti
3. Unnur Lára Bryde með 467 atkvæði í 1. - 3. sæti
4. Ingi Tómasson með 566 atkvæði í 1. - 4. sæti
5. Helga Ingólfsdóttir með 648 atkvæði í 1. - 5. sæti
6. Kristín Thoroddsen með 810 atkvæði í 1. - 6. sæti