*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Fólk 23. júní 2020 10:17

Rósa ráðin til Akta sjóða

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til Akta sjóða og mun starfa sem lögfræðingur og regluvörður félagsins.

Ritstjórn

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til Akta sjóða og mun starfa sem lögfræðingur og regluvörður félagsins. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Framtíðarinnar lánasjóðs, sem sérfræðingur á bankasviði Kviku banka og fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Rósa hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, en hún lagði auk þess stund á laganám við Bucerius háskóla í Hamborg.

Akta sjóðir er ört stækkandi sjóðstýringarfyrirtæki sem annast rekstur og stýringu verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða fyrir hönd viðskiptavina sinna. Í starfi sínu hjá Akta mun Rósa hafa yfirumsjón með lögfræðilegum málefnum, sinna regluvörslu og styðja við frekari vöxt félagsins.