*

mánudagur, 11. nóvember 2019
Fólk 21. maí 2019 14:22

Rosalie ráðin verkefnastjóri hjá Origo

Rosalie Lapasanda Baring hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Origo.

Ritstjórn
Rosalie Lapasanda Baring hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Origo.
Aðsend mynd

Rosalie Lapasanda Baring hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Origo.

Rosalie hefur undanfarið ár starfað sem hugbúnaðarprófari í Viðskipta- og hugbúnaðarlausnum hjá Origo.
Hún starfaði á árunum 2007-2017 sem prófunarstjóri, vörustjóri og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka.
Hún er með BS í tölvunarfræði og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014.

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá fyrirtækinu starfa 450 manns.

Stikkorð: Ráðningar Origo