Roskilde Bank í Danmörku hrapaði um 57% í fyrstu viðskiptum í morgun, að því er segir í frétt borsen.dk. Hann hefur fallið um 76% frá áramótum og um 87% á sl. 12 mánuðum.

Roskilde Bank þurfti í nótt að gefast upp á tilraunum við að afla nýs hlutafjár eða fá aðstoð annars banka. Að sögn borsen.dk leitaði hann þess vegna til Nationalbanken, seðlabanka Danmerkur, sem veitti honum ábyrgðir. Mörg skilyrði voru hins vegar sett fyrir veitingu ábyrgðanna, meðal annars að kaupandi finnist að bankanum.

Hlutabréf hafa lækkað um 0,65% í Kaupmannahöfn í morgun. Af þeim tíu fyrirtækjum sem hafa lækkað mest eru níu bankar.