Rússneski olíurisinn Rosneft hefur beðið ríkisstjórnina um lán upp á 25,2 milljarða punda, eða sem nemur tæpum 5000 milljörðum íslenskra króna, vegna fjárhagserfiðleika sökum viðskiptaþvingana vestrænna ríkja. Ríkisstjórnin mun íhuga málið og tilkynna hvort lán verði veitt innan tveggja vikna. Þessu greinir BBC frá.

Viðskiptaþvinganirnar hafa haft mikil áhrif á leið Rosneft til að safna í sjóði til að greiða skuldir. Bandaríkin settu viðskiptaþvinganir á bæði olíufélögin Rosneft og Novatek í síðasta mánuði. Auk þess hafa Bandaríkin og Evrópusambandið takmarkað sölu á tækniþjónustu til rússneskra olíufyrirtækja.

Rosneft hefur beðið um lán frá ríkisauðssjóðnum, sem fjármagnar ellilífeyri til að greiða skuldir. En eftirstandanadi skuld Rosneft vegna kaupa á TNK-BP árið 2013 nemur 27 milljörðum punda, eða sem nemur íslenskra króna.

Beiðni Rosneft um lán er augljóst merki þess að viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja séu að hafa mikil áhrif í Rússlandi, en um 60% af útflutningi Rússa eru orkuvörur.