Þrotabú Baugs mun í þessari viku stefna Banque Havilland, sem áður hét Kaupþing í Lúxemborg, til endurgreiðslu á því fé sem bankinn fékk greitt þegar 1998 ehf. keypti Haga út úr Baugi fyrir um 46 milljarða króna á núvirði.

Um fimmtán milljarðar króna af söluandvirðinu voru þá nýttir til að kaupa hlutabréf í Baugi af eigendum 1998 ehf. Féð sem fékkst úr þeim snúningi var síðan notað til að greiða niður lán hjá Kaupþingi í Lúxemborg.

Ákvæði er í gjaldþrotalögum um að ef greiðsla sem fer til aðila A, í þessu tilfelli eigenda 1998 ehf., er ráðstafað til aðila B, Kaupþings í Lúxemborg, þá er hægt að stefna aðila B. Bankinn er því talinn hafa hagnast einna mest allra á lánveitingunum í kringum 1998 ehf., enda fékk hann skuldir eigenda félagsins við sig greiddar niður.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .