Kröfur í persónulegt þrotabú Björgólfs Guðmundssonar nema rúmlega 101 milljarði króna samkvæmt kröfulýsingarskrá. Alls óvíst er hvort eitthvað fáist upp í þessar kröfur utan kostnaðar vegna skiptingu búsins.

Vegna þessa hefur skiptastjóri þess, Sveinn Sveinsson, ekki tekið afstöðu til lýstra krafna.

Skilanefnd Landsbankans er langstærsti kröfuhafi búsins með samtals um 70 milljarða króna kröfu en kröfulýsingarfrestur rann út í byrjun janúar. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var síðastliðinn föstudag.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .