Þrotabú Milestone er við það að selja hinn makedóníska Stater Banka til Austur-evrópskra fjárfesta, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Þá hefur endurskoðunarfyrirtækið Ernst&Young verið ráðið til að vinna ítarlega skýrslu á bókhaldi Milestone tvö ár aftur í tímann.

Á grundvelli skýrslunnar verða teknar ákvarðanir um mögulegar riftanir gerninga sem gerðir voru á þessum tveimur árum. Þær niðurstöður verða að öllum líkindum kynntar á fyrsta formlega kröfuhafafundi Milestone eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Hann verður haldinn 21. desember.

Milestone eignaðist um 92 prósent í Stater Banka í Makedóníu í lok árs 2007 og upphafi árs 2008. Bankinn er afar smár í sniðum miðað við fjármálastofnun en heildareignir hans í lok árs 2008 námu um 6,7 milljörðum króna á núverandi gengi.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .