Egils sjávarafurðir, sem er með aðsetur á Siglufirði, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði þann 7. júní sl. að bú félagsins skuli vera tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í innköllun sem birtist í Lögbirtingablaðinu.

Lögmaðurinn Ásgeir Þór Blöndal, hefur verið skipaður skiptastjóri búsins. Skorað er á þá sem telja sig eiga kröfur á hendur búinu að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóranum innan tveggja mánaða frá birtingu innköllunar.

Fyrirtækið á rætur að rekja til ársins 1921 og helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru reyktur lax, graflax og reykt síldarflök.