Heilbrigðisstarfsmenn í Kína fundu 10 nýfædda rottuunga undir sæti í flugvél í fyrsta farrými í vél á leið frá Hong Kong.

Í fjölmiðlinum Shanghai Daily kemur fram að fundurinn sé met enda hafi aldrei fleiri rottur fundist í flugvél þar í landi.

Rotturnar fundust 30. september síðastliðinn við reglubundið eftirlit. Móðirin fannst í flugvélinni daginn eftir en engir fleiri rottur fundust.

Heilbrigðisstarfsmennirnir komust að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlegar rannsóknir, að rotturnar skildu ekki eftir neina vírusa um borð og höfðu ekki valdið neinu tjóni, s.s. eyðilagt víra eða önnur stjórntæki vélarinnar.

Stuff.co.nz greinir frá málinu en hér má sjá myndbandið .