Greiningardeild Glitnis telur gengisþróun undanfarinna daga hljóti að vera Seðlabanka töluvert áhyggjuefni. Eftir góðan byr í segl krónunnar fyrst eftir endurflot hennar með höftum hefur sigið verulega á ógæfuhliðina.

,,Rétti krónan ekki úr kútnum að nýju í bráð verður verðbólguþrýstingur meiri á næstunni, erfiðara að lækka vexti og fyrirtæki jafnt sem heimili munu þurfa að glíma við þyngri skuldabyrði. Bregði ekki til betri vegar á næstunni gæti farið svo að bankinn þurfi að grípa til annarra meðala en hingað til hefur verið beitt, þar sem helsta markmið aðgerðaráætlunar yfirvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að ná fram stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og styrkja gengi krónu, er annars í hættu,"segir Greiningardeild Glitnis.