Það sem af er ári hafa norræn hlutabréf þróast á mjög misjafnan máta. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um 3% það sem af er ári en með miklum sveiflum, segir greiningardeild Glitnis.

?Sænska OMX vísitalan hefur hækkað í takti við þá íslensku um 1,9% en danska KFX hlutabréfavísitalan er sú eina sem hefur lækkað á árinu eða um 4%. Góð ávöxtun hefur verið á sænska hlutabréfamarkaðinum í ár og nemur hækkun ársins um 7,9%," segir greiningardeildin.

Norska OBX hlutabréfavísitalan hefur hækkað mest, eða um 15,7% það sem af er ári og segir greiningardeildin að rekja megi hækkunina til hækkunar á olíuverði.

?Segja má að fjárfesting í norrænum hlutabréfum hafi gefið góða áhættudreifingu í ár vegna mismunandi verðþróunar. Sér í lagi ef um íslenska fjárfesta er að ræða vegna lækkunar á gengi krónu það sem af er ári," segir greiningardeildin.