Um 3000 manns munu missa vinnuna hjá RBS í næstu viku. Uppsagnirnar ná til starfsmanna bankans um allan heim að því er segir á fréttavet BBC.

Royal Bank of Scotland er með útibú í yfir 50 löndum og munu uppsagnirnar því hafa áhrif víða um heim. Mörgum starfsmönnum RBS í fjármálahverfinu City í London verður sagt upp. Uppsagnirnar eru hluti af ráðstöfunum bankans til að draga sem mest úr hallarekstri á árinu en í spám bankans er gert ráð fyrir halla í fyrsta sinn í sögu hans.

Ríflega 170.000 manns starfa hjá RBS og þar af um 100.000 í Bretlandi.

Fulltrúi bankans vildi ekki segja annað um uppsagnirnar en að bankinn leitaði sífellt leiða til að hagræða í rekstri og að laga sig aðstæðum.