Royal Bank of Scotland (RBS) mun segja upp 3.500 starfsmönnum upp til viðbótar við þá sem þegar hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar verða aðallega á upplýsingatæknisviði og bakvinnslu.

Samkvæmt vef Guardian hafa um 21 þúsund manns misst starf hjá bankanum frá 2009.  Um 100 þúsund starfa hjá bankanum í dag. Breska ríkið á 84% hlut í bankanum.