Royal Bank of Scotland (RBS),stærsti ríkisbanki Bretlands, tapaði 1,4 milljörðum punda (rúmlega 260 milljörðum króna) á fyrstu sex mánuðum ársins m.a. vegna niðurfærslum bankans á grískum skuldum um 733 milljónir punda. Þá spilar inn í að margir írskir viðskiptavinir eru ekki færir um að endurgreiða lán sín. Á sama tíma árið 2010 hagnaðist bankinn um 9 milljónir punda. Sérfræðingar höfðu spáð 571 milljóna punda tapi og er tapið því langt yfir spám. Á öðrum ársfjórðungi nam tapið 678 milljónum punda

Hlutabréfaverð RBS hafði fallið um 8% í 27,85 pens í London í morgun (kl.10:12). Er það mesta fall í tvö ár af því er fram kemur í frétt Bloomberg.