Royal Bank of Scotland hefur verið sektaður um 56 milljónir punda, sem jafngildir tæplega 11 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að bilun í tölvukerfi bankans kom í veg fyrir að viðskiptavinir fengju aðgang að bankareikningum sínum. Fjallað er um málið á vef the Guardian.

Í júní og júlí 2012 gerði bilun í töluvkerfi bankans það að verkum að 6,5 milljónir viðskiptavina fengu ekki aðgang að bankareikningum sínum. Talið er að starfsmenn í bankanum hafi ekki sinnt því nógu vel að uppfæra tæknimál, en bankinn greiðir um einn milljarð punda á ári fyrir tækniþjónustu.

Sektin kemur einungis nokkrum dögum eftir að fjármálayfirvöld í Bretlandi sektuðu bankann fyrir tilraunir til að hagræða vöxtum í gjaldeyrisviðskiptum.