Royal Bank of Scotland tapaði tveimur milljörðum breskra punda, jafnvirði næstum 400 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Þetta er tvöfalt meira tap en árið á undan og skrifast að stórum hluta á afskriftir grískum ríkisskuldabréfum, mikils taps á rekstri bankans á Írlandi og skaðabótum til viðskiptavina.

Meðalspá Bloomberg-fréttaveitunnar hljóðaði upp á 1,1 milljarðs punda tap.

Royal Bank of Scotland er alfarið í eigu breska ríkisins. Hann var við það að fara á hliðina í fjármálahruninu í október 2008 og lagði ríkið honum til 45,5 milljarða punda. Bloomberg segir stöðu bankans lítið hafa skánað síðan þá og hafi stjórnendur bankans ætlað að sækja sér fimm milljarða punda til víðbóðar til evrópska seðlabankans um jólin í fyrra.